GEITURNAR ÞRJÁR ÆVINTÝRI

Einu sinni voru þrjár geitur.

Það var litli kiðlingur, hún litla kiða-kið.

Það var stóra geitamamma.

Og það var stóri, stóri geitapabbi.

Geiturnar þrjár áttu heima utan í fjallshlíð. Fyrir neðan fjallið rann stór og mikil á.

Hinum megi við ána var ákaflega grösug brekka. Þar voru breiður af smára og alla vega litum blómum.

Þar var grasið grænna og safaríkara en nokkursstaðar á byggðu bóli.

Oft og tíðum litu geiturnar þrjár yfir ána og horfðu á fallegu brekkuna. Það væri gott að fá að bíta þetta fallega, græna gras.

En til þess að komast yfir í fallegu, grænu brekkuna þurftu geiturnar að fara yfir mjóa trébrú. Og undir brúnni átti ægilega ljótt og grimmt tröll bústað sinn.

Einn daginn sagði kiðlingurinn, hún litla kiða-kið:

Nú þoli ég ekki við lengur. Ég vil bíta góða grasið í fallegu brekkuni hinum megin við ána.  Nú fer ég yfir brúna.

Við komum á eftir þér, sögðu geitamamma og geita pabbi. Við förum líka yfir brúna.

Kiðlingurinn litla kiða-kið trítlaði nú út á brúna. Trítl-trítl-trítl-trítl, heyrðist í brúnni.

Þá þrumaði tröllið:

Hver er að trítla yfir brúna mína?

Þá muldraði kiða-kið svo lágt að varla heyrðist: 

Það er bara ég, hún litla kiða-kið.

 Þá þrumaði tröllið:

Nú kem ég upp á brúna og ét þig.

Þá varð litla kiða-kið hrædd og stundi:

Nei, ekki gera það. Það koma stærri geitur yfir brúna á eftir mér.

Þær eru feitari en ég. Bíddu eftir þeim.

Jæja þá, ansaði tröllið og sleikti út um. Farðu þá yfir brúna.

Þá tók litla Kiða-kið á sprett yfir brúna. Hún hljóp yfir í brekkuna grænu og grösugu.

Geitamamma vildi nú líka fara yfir brúna.

Plamp-plamp-plamp, heyrðist í brúnni. Geitamamma var þyngri en kiða-kið svo að hærra lét í brúnni.

Hver er að plampa yfir brúna mína? Rumdi í tröllinu.

Það er bara ég, hún geitamamma.

Ég kem strax upp á brúna og ét þig, rumdi tröllið.

Ne-ei, nei stamaði geitamamma, dauðhrædd og skjálfandi.  Fleiri geitur koma á eftir mér. Þær eru feitari en ég.

Jæja, farðu þá, tautaði tröllið, sleikti út um og hugsaði sér gott til glóðarinnar að éta feitari geit.

Þú mátt fara yfir brúna.

Geitamamma lét ekki segja sér það tvisvar og hljóp yfir grösuga brekkuna.

Þá kom stóri, stóri geitapabbi út á brúna. Hlunk-hlunk-hlunk, heyrðist þá í brúnni. Brúin hristist og skalf undan þunga hans.

Hver hlunkast svona á brúnni minni? Beljaði tröllið fullum rómi svo að heyrðist langar leiðir. Það er ég, hann geitapabbi karlinn, svaraði geitapabbi djúpri röddu.

Þá ætlar víst að segja mér að ég eigi að bíða eftir enn stærri og feitari geti, beljaði tröllið.

Nei, nei, svaraði geitapabbi.  Ég er stærsta og feitasta geitin.

Þá kem ég upp og ét þig, æpti tröllið. Komdu bara, svaraði stóri, stóri geitapabbi.

Stóri geitapabbi tók undir sig stökk, renndi ljóta grimmatröllið og stangaði það af öllu afli með kröftugustu hornunum sínum. Tröllið steyptist í ána og hvarf. 

Og upp frá þessu fóru geiturnar þrjár eins oft yfir brúna og þær vildu. Þær fóru að bíta græna, safaríka grasið í fallegu brekkunni þegar þær langaði að fá sér gott í munninn. Tröllið ægilega sáu þær aldrei framar.