GEITURNAR ÞRJÁR

Hér er brúin sem geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið komu að í sögunni um geiturnar þrjár. Það borgar sig að fara að öllu með gát og kíkja undir brúna áður en þið farið yfir. Það borgar sig líka að  trampa ekki of fast á brúnni, sumir segja að það sé best að tipla bara yfir.  

Kunnið þið söguna um geiturnar þrjár? Ef þið viljið rifja hana upp þá er hægt að skanna QR-kóðann hér neðst á spjaldinu og hlusta á söguna.