GEITURNAR ÞRJÁR – SÖGUMAÐUR LES

Í Garðalundi er að finna fallega trébrú með ljósum. Það gæti borgað sig að fara að öllu með gát og kíkja undir brúna áður en farið er yfir. Við höfum heyrt að sagan um geiturnar þrjár hafi orðið til hér svo kannski leynast geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið einhversstaðar á svæðinu? En sagan er svo eldgömul að tröllið sem var undir brúnni er alveg örugglega hætt að vera í vondu skapi. Hér getið þið heyrt sögumanninn lesa söguna um Geiturnar þrjár.