GRÝLA – SÖGUMAÐUR

Kæru vinir, nú er eins gott að fara varlega. Hér sjáiði pottinn hennar Grýlu og ég ætla ekki að segja ykkur hvað hún sauð í honum í gamla daga. Það er svo hræðilegt. Ef þið viljið vita það þá er hægt að hlusta á Grýlukvæðið hans Jóhannesar úr Kötlum með því að skanna kóða 8 Og ef þið veljið að skanna kóða 9 er hægt að hlusta á allt öðruvísi Grýlukvæði sem er flutt af hljómsveit sem kallaði sig Hrekkjusvínin. 

P.S. Eruð þið nógu hugrökk til að fara ofan í pottinn?