GRÝLA

Hér er bústaðurinn hennar Grýlu og hér sjáiði pottinn hennar. Það er ekki alveg vitað hvort hún er ennþá að grípa óþekk börn og stinga þeim í pokann sinn. Sumir segja að hún hafi gefist upp á að róla sér og í framhaldinu dáið úr leiðindum en sennilega gafst hún bara upp á því að elta óþekka krakka. Hvað heldur þú? Er hún kannski ennþá á róli? Ef þú vilt heyra meira um Grýlu skaltu skanna QR-kóðana með símanum þínum.