JÓKA TRÖLLSKESSA

Velkomin í Jókulund. Jóka var tröllskessa og það er henni að þakka að Akrafjallið er þar sem það er í dag. Þegar Jóka var tröllastelpa, fyrir langa, langa, langa löngu voru ekki til myndavélar og henni þætti mjög gaman ef krakkarnir á Akranesi vildu láta mynda sig með fjallinu hennar fallega.
Skannaðu QR-kóðann neðst á spjaldinu ef þú vilt heyra söguna af Jóku tröllskessu og Akrafjallinu.