JÓLAKÖTTURINN

Í gamla daga var jólakötturinn hræðilegt óféti. Hann er pínu skárri í dag og alveg hættur að borða börn. Sumir halda að hann sé orðinn vegan en það er samt vissara að fara varlega á þessu svæði og þið getið prófað að syngja fallegt lag fyrir jólakettina svona til vonar og vara.

Hér að neðan getur þú hlustað á sögumannninn segja frá jólakettinum, hlustað á kvæðið um jólaköttinn eftir Jóhannes úr Kötlum og heyrt Björk syngja lagið hennar Ingibjargar Þorbergs sem hún samdi við kvæði Jóhannesar.

Ein vinkona jólakattanna trúir því að þeir séu orðnir vegan og hún ætlar að gefa þeim gómsætt vegan nammi þegar þeir koma í heimsókn til hennar um jólin. Langar þig til að prófa? Hér er uppskriftin. 

Ef þig langar að prófa fleiri uppskriftir frá Siggu ýttu þá hér

Eftirlæti Siggu Pé og jólakattanna 

100 gr. 85% súkkulaði

30 gr. 100% súkkulaði

1 msk kókosolía

1 msk kakósmjör

1/2 bolli pecan hnetur

1/2 bolli poppað kinoa

1/2 bolli trönuber

Súkkulaði, kókosolía og kakósmjör brætt yfir vatnsbaði. Allt hitt sett út í og hrært vel saman við. Sett á plötu með bökunarpappír og í frysti.