JÓLASVEINAR – SÖGUMAÐUR

Velkomin heim til jólasveinanna. Þetta er aukaheimilið þeirra og því miður nenntu þeir ekki að taka til áður en þeir hlupu út í morgun. Ég held að það sé pínu fínna heima hjá þeim í Akrafjallinu – hvað haldið þið? Vitiði að Kertasníkir kertasafnari er farinn að safna könglum líka? Kannski getum við kallað hann Könglasníki, hvað segið þið um það? Kannski er það ekkert góð hugmynd – en það væri frábært ef þið væruð til í að bæta nokkrum könglum í safnið hans, þá verður hann svo glaður þegar hann kemur heim í nótt.  

Ef þið skannið kóða 6 þá getið þið hlustað á Jólasveinakvæðið hans Jóhannesar úr Kötlum.