TAKK FYRIR – SÖGUMAÐUR

Kæru vinir! Takk innilega fyrir komuna. Við vonum að þið hafið átt góða stund hér í Garðalundi og í lokin bendum við á kóða númer 15. Hann hefur að geyma söng Skólakórs Grundaskóla sem syngur Hátíð í bæ undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Lagið er erlent en textinn er eftir Ólaf Gauk.
Ef þið viljið hlusta aftur á kvæðin, sögurnar og lögin þegar þið komið heim þá er hægt að finna þau öll á heimasíðunni okkar jólagledi.is
Gleðileg jól!